Þeir sem eldri eru, sérstaklega fólk yfir fimmtugt, hefur aukið drykkja sína. Þetta sagði Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi á aðalfundi Eflingar. Stéttarfélagið afhenti SÁÁ tvær milljónir frá sjúkrasjóði og félaginu.
Þórarinn Tyrfingsson þakkaði þennan veglega styrk og sagði gott fyrir SÁÁ að eiga svona sterkan bakhjarl. SÁÁ hefur vegna fjárhagsþrenginga á undanförnum árum þurft að draga úr þjónustunni eins og margir aðrir.