Eldra fólk eykur drykkju

Áfengisdrykkja eldra fólks er að aukast að mati SÁÁ.
Áfengisdrykkja eldra fólks er að aukast að mati SÁÁ. mbl.is/Golli

Þeir sem eldri eru, sér­stak­lega fólk yfir fimm­tugt, hef­ur aukið drykkja sína. Þetta sagði Þór­ar­inn Tyrf­ings­son, yf­ir­lækn­ir á Vogi á aðal­fundi Efl­ing­ar. Stétt­ar­fé­lagið af­henti SÁÁ tvær millj­ón­ir frá sjúkra­sjóði og fé­lag­inu.

Þór­ar­inn Tyrf­ings­son þakkaði þenn­an veg­lega styrk og sagði gott fyr­ir SÁÁ að eiga svona sterk­an bak­hjarl. SÁÁ hef­ur vegna fjár­hagsþreng­inga á und­an­förn­um árum þurft að draga úr þjón­ust­unni eins og marg­ir aðrir.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert