Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri ætlar ekki að gefa kost á sér í embætti varaformanns Sjálfstæðisflokksins á komandi landsfundi.
Eins og Morgunblaðið hefur greint frá var talið ólíklegt að Hanna Birna sæktist eftir embætti varaformanns. Hún hefur nú staðfest það, að því er greint var frá í fréttum Stöðvar 2.
Ólöf Nordal þingmaður er sú eina sem hefur gefið kost á sér til embættis varaformanns.
Ragnheiður Elín Árnadóttir þingmaður hefur sagst vera að íhuga framboð.