Jónína Ben blæs á læknisfræðin

Jónína Benediktsdóttir
Jónína Benediktsdóttir Rax / Ragnar Axelsson

Jónína Benediktsdóttir, íþróttafræðingur, segist hafa mun meiri þekkingu á næringarþörf líkamans en læknar. Hún segir þá lækna sem gagnrýna detox-meðferð hennar haldna menntahroka. „Má fólk ekki tjá sig á Íslandi nema þeir séu læknar? Þetta er bara menntahroki. Ég er íþróttafræðingur og ég passa ekki upp á fólk þegar það fer út að hlaupa,“ segir Jónína.

Þetta kemur fram í frétt á Pressunni.is

Detox-meðferð Jónínu hefur verið mikið gagnrýnd að undanförnu og í greinargerð landlæknisembættisins var hún ekki talin geta flokkast undir heilbrigðisþjónustu heldur væri mun frekar skottulækningar í skilningi læknalaga.

„Ég þekki orkuþörf líkamans miklu betur en læknar. Ég er menntaður íþróttafræðingur og hef lært miklu meira en þeir [læknar] um þetta,“ sagði Jónína í viðtali við Pressuna.is.

Bendir hún á að Hippókrates, oft kallaður faðir læknisfræðinnar, hafi talið að innra með fólki sé kraftur sem geti læknað það innan frá að. Telur hún það alvarlegt ef læknar séu hættir að taka mark á Hippókratesi en þeir sverja honum eið þegar þeir hefja störf.

Hippókrates var uppi á árunum 460 til 377 fyrir Krist að því er talið er.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert