Rannsókn á Icesave-málinu

Icesave-lögunum mótmælt.
Icesave-lögunum mótmælt. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Sig­urður Kári Kristjáns­son og 15 aðrir þing­menn Sjálf­stæðis­flokks­ins hafa lagt fram þings­álykt­un­ar­til­lögu um rann­sókn á embætt­is­færsl­um og ákvörðunum ís­lenskra stjórn­valda og sam­skipt­um þeirra við bresk og hol­lensk stjórn­völd vegna inn­stæðna í úti­bú­um Lands­banka Íslands hf. á Evr­ópska efna­hags­svæðinu.

Til­lag­an ger­ir ráð fyr­ir að þrem­ur sér­fræðing­um verði falið að rann­saka málið og að þeir skili skýrslu um næstu ára­mót.

Sig­urður Kári sagði í sam­tali við Morg­un­blaðið að flutn­ings­menn væru ekki þeirr­ar skoðunar að ekki mætti semja um lykt­ir Ices­a­ve-máls­ins. „Hins veg­ar telj­um við að stjórn­völd hafi í þeim samn­ing­um sem gerðir voru hvorki gætt hags­muna ís­lenska rík­is­ins með þeim hætti sem þeim bar né hafi þau virt þau sam­eig­in­legu viðmið sem þings­álykt­un­ar­til­lag­an frá 5. des­em­ber 2008 mælti fyr­ir um að ætti að vera grund­völl­ur samn­ingsniður­stöðu.“

Sig­urður Kári sagði óum­deilt að Ices­a­ve-málið varðaði ein­hverja mestu þjóðar­hags­muni sem þjóðin hefði staðið frammi fyr­ir.


Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert