Umsókn Íslands ekki á formlegri dagskrá

Nokkrir af forvígismönunm ESB (f.v.) Jose Luis Rodriguez Zapatero, forsætisráðherra …
Nokkrir af forvígismönunm ESB (f.v.) Jose Luis Rodriguez Zapatero, forsætisráðherra Spánar, Herman Van Rompuy forseti Evrópuráðsins og formaður framkvæmdastjóranr ESB; Jose Manuel Barroso. SUSANA VERA

Umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu er ekki að finna á formlegri dagskrá lfundar eiðtogaráðs ESB sem haldinn verður 17. júní. Ekki er þó útilokað að umsóknin verði rædd á fundinum, en það mun skýrast eftir helgina.

Leiðtogaráðið er undir forystu Herman Van Rompuy, forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins. Á opinberri dagskrá fundarins á m.a. að ræða nýja áætlun um hvernig eigi að fjölga störfum í Evrópu til ársins 2020. Einnig á að ræða undirbúning undir fund G-20 ríkjanna sem haldinn verður í Toranto 26-27. júní. ESB leggur áherslu á að reglur um fjármálamarkaðinn verði meginefni þess fundar.

Leiðtogafundurinn 17. júní mun einnig ræða um fund Sameinuðu þjóðanna um aldamótamarkmiðin sem sett voru árið 2000 um að draga úr fátækt í heiminum. Fundur SÞ um þessi mál verður haldinn í New York í september.

Þá er á dagskrá leiðtogafundarins umræða um skýrslu sem fjallar um helstu verkefni sem Evrópa stendur frammi fyrir til ársins 2030.

Verði umsókn Íslands ekki rædd á fundinum verður hún væntanlega tekin fyrir á næsta reglulega fundi í október.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert