12 milljarðar í atvinnuleysisbætur

Atvinnuleysi hefur minnkað síðustu vikurnar.
Atvinnuleysi hefur minnkað síðustu vikurnar. Ómar Óskarsson

Það sem af er ári hefur Vinnumálastofnun greitt yfir 12 milljarða í atvinnuleysisbætur. Um síðustu mánaðamót greiddi stofnunin út rúmlega 1,9 milljarð króna í atvinnuleysistryggingar fyrir tímabilið 20. apríl  til 19. maí. Greitt var til 15.700 einstaklinga.

Núna er 14.801 skráður atvinnulaus, 8.238 karlar og 6.563 konur. Dregið hefur úr atvinnuleysi síðustu vikurnar eins og jafnan gerist þegar líður á sumarið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert