Flugvirkjafélagið hefur vísað kjaradeilu félagsins og Landhelgisgæslunnar til ríkissáttasemjara. Flugvirkjafélagið hefur gert kröfu um sömu launahækkanir og flugvirkjar sem starfa hjá flugfélögunum hafa fengið, en Gæslan hefur hafnað því.
Fundur verður í kjaradeilunni hjá ríkissáttasemjara á morgun, að því er fram kom í fréttum RÚV.