Stjórn Eyverja, félags ungra sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum, hvetur Ragnheiði Elínu Árnadóttur alþingismann til þess að bjóða sig fram en hún er einnig oddviti flokksins í Suðurkjördæmi.
Hanna Birna Kristjánsdóttir, fráfarandi borgarstjóri Reykjavíkur, hyggst ekki gefa kost á sér í varaformann Sjálfstæðisflokksins á næstkomandi landsfundi.
Fleiri einstaklingar hafa verið nefndir í stöðu varaformanns, en Ólöf Nordal er sú eina sem hefur lýst því opinberlega yfir að hún gefi kost á sér.
Ragnheiður segist ætla að taka ákvörðun á næstu dögum um hvort hún gefi kost á sér en Hanna Birna hefur lýst því yfir að hún muni ekki gefa kost á sér í embætti varaformanns og að slíku framboði yrði tekið sem einhvers konar vísbendingu um að hún stefndi á landsmálin. Hennar hugur virðist hins vegar enn vera hjá Reykjavíkurborg og því myndi hún ekki gefa kost á sér.
Þá hefur enginn lýst yfir framboði gegn Bjarna Benediktssyni sitjandi formanni.