Hjörtur Þorbjörnsson, safnvörður Grasagarðs Reykjavíkur, gekk um Laugarnestanga í Reykjavík með fólki og fræddi það um gróðurfar, en í dag er Dagur hinna villtu blóma.
Margir lögðu leið sína í Laugarnestangann og hlustuðu á Hjört segja frá þeim fjölbreytta gróðri sem vex í tanganum.
Flóruvinir standa fyrir degi hinna villtu blóma, og veita leiðsögn sem sjálfboðaliðar. Ýmsar stofnanir hafa stutt og staðið með flóruvinum að þessum degi, meðal annarra Grasagarðurinn í Laugardal, Ferðafélag Íslands, Hólaskóli, Landbúnaðarháskóli Íslands, Náttúrufræðistofa Kópavogs, Náttúrufræðistofnun Íslands, Náttúrufræðistofur landshlutanna og Umhverfisstofnun.
Dagur hinna villtu blóma hefur síðan 2004, þegar Íslendingar bættust í hópinn, verið haldinn á öllum Norðurlöndunum ásamt Færeyjum og Grænlandi.