Ræða kröfur til nefndarmanna

Róbert Marshall
Róbert Marshall Kristinn Ingvarsson

Allsherjarnefnd Alþingis fundaði nú eftir hádegi um sjö manna nefnd sem ætlað er að undirbúa þjóðfund í aðdraganda stjórnlagaþings, taka saman niðurstöður hans og skila tillögum til stjórnlagaþings í haust.

Ranghermt var í fréttum RÚV að allsherjarnefnd myndi í dag ákveða hverjir skyldu skipa nefndina.

„Við erum að fara yfir hvaða skilyrði okkur finnist að þeir sem skipa nefndina eigi að uppfylla, hvaða eiginleikar eiga vera til staðar hjá fólki og hvernig hún eigi að vera samsett,“ segir Róbert Marshall, fulltrúi Samfylkingar í nefndinni og formaður hennar. Segir hann að þessi umfjöllun muni halda áfram fram á þriðjudag. 

Róbert segir sammæli um að nefndin skuli ekki eingögnu skipuð lögfræðingum og sérfræðingum á sviði stjórnskipunarrétti, æskilegt sé að heimspekingur  ætti sæti í henni og að meðlimir hennar séu á ýmsum aldri. Hann segir þó ekkert fast í hendi enn sem komið er.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert