Nokkur erill var hjá lögreglu á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Þrjár líkamsárásir komu upp um og eftir klukkan 06:00 í morgun, árásarþolar eru með áverka á höfði s.s. nefbrot. Öll málin voru aðskyld, aðeins einn var fluttur á slysadeild til skoðunar.
Átta ökumenn voru handteknir grunaðir um að hafa ekið undir áhrifum áfengis/fíkniefna í nótt í embættinu. Sjö reyndust hafa ekið ölvaðir og tveir voru undir áhrifum fíkniefna. Tveir af þessum voru sviptir ökuréttindum til bráðabirgða að lokinni rannsókn lögreglu. Þrír af þessum aðilum höfðu lent í umferðaróhöppum og í einu af þessum tilvikum reyndist ökutækið stolið. Einnig reyndust þrír án ökuréttinda.
Fangageymslur lögreglu eru fullar eftir nóttina en þau mál tengjast flest öll ölvunarakstursmálum.