Í vor hefur verið gríðarlega mikið af kríum við Höfn í Hornafirði. Mikið æti virðist vera innan fjarðar og er talað um að það sé loðna, trönusíli og 1. sumars síld. Þetta kemur fram á fuglavefnum.
Síðustu daga hafa 1. sumars kríurnar verið að koma og mikið virðist vera af fugli sem ekki er í varpi. Líklegast er að kríurnar leiti á þetta svæði vegna mikils ætist og jafnvel ætisskorts á öðrum svæðum.