„Ef Lúðvík ætlar að taka stólinn þrátt fyrir að hafa tapað kosningunum er þetta eins og í bönkunum. Menn hirtu gróðann en þurftu aldrei að bera tapið“ sagði einn mótmælendanna sem mótmælti ráðningu Lúðvíks Geirssonar bæjarstjóra Hafnarfjarðar í dag.
Að sögn skipuleggjanda skrifuðu um 100 manns undir rauðu spjöldin sem bæjarstjórninni var afhent í dag. Skipuleggjendurnir ætla að halda áfram að safna undirskriftum næstu daga.