Besti umtalaðastur

Besti flokkurinn sigraði kosningarnar og einnig umræðuna, segja fjölmiðlagreinar.
Besti flokkurinn sigraði kosningarnar og einnig umræðuna, segja fjölmiðlagreinar. Eggert Jóhannesson

Mun meira var fjallað um stjórnmál á netinu en í prentmiðlum í aðdraganda nýafstaðinna sveitarstjórnarkosninga. Sjálfstæðisflokkurinn var umtalaðasti flokkurinn af þeim sem buðu fram til borgarstjórnarkosninga þegar litið var til dagblaða og ljósvaka, það er hefðbundinna miðla.

Á blogginu var Besti flokkurinn hins vegar mest í umræðunni. Þetta kemur fram í könnun fjölmiðlagreiningarinnar Vaktarinnar.

„Mikilvægt er að skilja netmiðla ekki útundan þegar umfjöllun um stjórnmálaumræðu er skoðuð þar sem lesendur veffréttamiðla og blogga eru ekki fámennari en lesendur dagblaðanna," segir Vaktin sem skoðaði umræðuna síðasta mánuðinn fyrir kosningar.

Af 2234 færslum sem birtust um Besta flokkinn eru aðeins 87 þeirra í dagblöðunum, það er Morgunblaðinu og Fréttablaðinu. Bloggarar sýna Besta flokkinum mikinn áhuga sem einnig sigrar í Twitter umfjöllun. Umfjöllun um Besta flokkinn, Sjálfstæðisflokkinn og Samfylkinguna var svipuð að umfangi fram til 17. maí. Þann dag gjörbreyttist myndin þegar birtust niðurstöður úr könnunum sem leiddu í ljós að Besti flokkurinn fær mesta fylgi allra flokka í Reykjavík. Eftir þetta stökk er umfjöllun um Besta flokkinn mun meiri en um hina tvo flokkana. Önnur stjórnmálaöfl fengu minni umfjöllun.

„Virðist vera sem Besti flokkurinn hafi bæði verið ótvíræður sigurvegari umræðunnar sem og kosninganna," segir Vaktarinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert