Besti umtalaðastur

Besti flokkurinn sigraði kosningarnar og einnig umræðuna, segja fjölmiðlagreinar.
Besti flokkurinn sigraði kosningarnar og einnig umræðuna, segja fjölmiðlagreinar. Eggert Jóhannesson

Mun meira var fjallað um stjórn­mál á net­inu en í prent­miðlum í aðdrag­anda ný­af­staðinna sveit­ar­stjórn­ar­kosn­inga. Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn var um­talaðasti flokk­ur­inn af þeim sem buðu fram til borg­ar­stjórn­ar­kosn­inga þegar litið var til dag­blaða og ljósvaka, það er hefðbund­inna miðla.

Á blogg­inu var Besti flokk­ur­inn hins veg­ar mest í umræðunni. Þetta kem­ur fram í könn­un fjöl­miðlagrein­ing­ar­inn­ar Vakt­ar­inn­ar.

„Mik­il­vægt er að skilja net­miðla ekki útund­an þegar um­fjöll­un um stjórn­má­laum­ræðu er skoðuð þar sem les­end­ur vef­fréttamiðla og blogga eru ekki fá­menn­ari en les­end­ur dag­blaðanna," seg­ir Vakt­in sem skoðaði umræðuna síðasta mánuðinn fyr­ir kosn­ing­ar.

Af 2234 færsl­um sem birt­ust um Besta flokk­inn eru aðeins 87 þeirra í dag­blöðunum, það er Morg­un­blaðinu og Frétta­blaðinu. Blogg­ar­ar sýna Besta flokk­in­um mik­inn áhuga sem einnig sigr­ar í Twitter um­fjöll­un. Um­fjöll­un um Besta flokk­inn, Sjálf­stæðis­flokk­inn og Sam­fylk­ing­una var svipuð að um­fangi fram til 17. maí. Þann dag gjör­breytt­ist mynd­in þegar birt­ust niður­stöður úr könn­un­um sem leiddu í ljós að Besti flokk­ur­inn fær mesta fylgi allra flokka í Reykja­vík. Eft­ir þetta stökk er um­fjöll­un um Besta flokk­inn mun meiri en um hina tvo flokk­ana. Önnur stjórn­mála­öfl fengu minni um­fjöll­un.

„Virðist vera sem Besti flokk­ur­inn hafi bæði verið ótví­ræður sig­ur­veg­ari umræðunn­ar sem og kosn­ing­anna," seg­ir Vakt­ar­inn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert