Engir ísbirnir á ferð

Þyrlan lendir um borð.
Þyrlan lendir um borð. Af vef Landhelgisgæslunnar

Fyr­ir skömmu flutti varðskipið Týr þyrlu fyr­ir Blu­eWest Helicopters (Vest­ur­flug) frá Ísa­fjarðar­djúpi að ís­rönd­inni fyr­ir utan Scor­es­bysund. Sigld­ar voru um 250 sjó­míl­ur og af því var um helm­ing­ur með ís­rönd­inni, en ís­rönd­in var um 100 sjó­míl­ur frá strönd Græn­lands. Svip­ast var um eft­ir ís­björn­um á svæðinu, með verðandi borg­ar­stjóra í huga, en án ár­ang­urs, að því er seg­ir á vef Land­helg­is­gæsl­unn­ar.

Aðeins er fært fyr­ir skip að strönd­inni á þess­um slóðum í um tvo mánuði á ári, frá miðjum júlí fram í miðjan sept­em­ber. 

Þyrl­an mun verða í þjón­ustu á Græn­landi vegna rann­sókna við fyr­ir­hugaða námu­vinnslu.


þyrlan heldur inn yfir ísinn.
þyrl­an held­ur inn yfir ís­inn. Af vef Land­helg­is­gæsl­unn­ar
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert