Háar kröfur í Friðrik V

Friðrik V. í Gilinu á Akureyri.
Friðrik V. í Gilinu á Akureyri. Hjálmar S. Brynjólfsson

Alls var lýst kröfum í þrotabú veitingastaðarins Friðriks V á Akureyri að upphæð rúmlega 70 milljónir króna. Þetta kemur fram á vefnum Vikudagur.is

Ingvar Þóroddsson skiptastjóri búsins segir þar, að endanleg afstaða til krafna liggi ekki fyrir, en skiptafundur verður haldinn í byrjun júlí og þá muni mál skýrast. Haft er eftir Ingvari að eitthvað verði til skiptanna, en meðal eigna í búinu var talsvert lausafé. Því hefur m.a. verið ráðstafað til félags sem tók við reksti veitingastaðar í húsakynnum við Kaupvangsstræti, þar sem Friðrik V var áður.

Það voru hjónin Friðrik Karlsson og Arnrún Magnúsdóttir sem ráku veitingastaðinn Friðrik V sem þau fluttu í uppgert hús í Gilinu á Akureyri árið 2007. Þau neyddust hins vegar til að hætta starfseminni snemma á þessu ári enda töldu þau ekki forsendur fyrir því sem áður reka á Akureyri, veitingastað í hæsta klassa.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert