Meirihluti vill draga umsókn um aðild til baka

57,6% eru fylgjandi því að umsókn um aðild Íslands að …
57,6% eru fylgjandi því að umsókn um aðild Íslands að ESB verði dregintil baka reuters

Ný könnun sýnir að 57,6% þjóðarinnar eru fylgjandi því að íslensk stjórnvöld dragi umsókn sína um aðild að Evrópusambandinu til baka.

Þar af segjast 45,9% því mjög fylgjandi og 11,7% frekar fylgjandi. 24,3% eru mjög eða frekar andvíg því að umsóknin verði dregin til baka. Þar af eru 15,2% mjög andvíg og 9,1% frekar andvíg.

Spurt var: Hversu fylgjandi eða andvíg(ur) ertu því að íslensk stjórnvöld dragi umsókn um aðild að Evrópusambandinu til baka? Markaðs- og miðlarannsóknir (MMR) framkvæmdu könnunina fyrir vefsíðuna Andríki.is, en nánar er fjallað um hana í Morgunblaðinu í dag.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert