Leiðtogar Evrópusambandsins munu ákveða að hefja aðildaviðræður við Ísland um inngöngu í sambandið á fundi sínum 17. júní nk. Þetta kemur fram í drögum að yfirlýsingu sem Bloomberg fréttastofan hefur undir höndum.
Tekið er fram að íslensk stjórnvöld verði hins vegar að leysa
Icesave-deiluna eigi Ísland að geta gengið inn í sambandið. Auk þess
verði íslensk stjórnvöld að gera bragabót á Evrópulöggjöf sem varðar
fjármál og fjármálastofnanir.
Hversu hratt viðræðurnar muni ganga fari eftir því hvort Ísland standist öll skilyrði, að því er fram kemur á vef Bloomberg.
Ísland myndi þar með vera tekið fram fyrir ríki eins og Tyrkland og Serbíu. Það gæti, ásamt Króatíu, orðið næsta ríki til að ganga inn í sambandið árið 2012.
Þá segir að aðildaviðræður geti hafist í september eða október.