Sendinefnd frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum er nú stödd á Íslandi, en hún kom til landsins í dag. Fram kemur í tilkynningu frá Franek Rozwadowski, fastafulltrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi, að hún muni eiga fundi með íslenskum stjórnvöldum.
Um er að ræða viðræður fyrir þriðju endurskoðun efnahagsáætlunar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Sendinefndin verður hér á landi til 28. júní.
Hún mun greina fjölmiðlum frá niðurstöðu sinni að viðræðum loknum.