Útlit er fyrir blíðuveður á Austurlandi næstu daga, það er landvindi með sunnan og suðvestanátt og mun loftið fara stöðugt fara hlýnandi eftir því sem líður á vikuna. Þetta kemur fram í bloggi Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings.
Spá Veðurstofunnar fyrir hádegishitann á Egilsstöðum fyrir daginn í dag er 18°C. Á þjóðhátíðardaginn verður hitinn 19°C en fer svo í 24°C á föstudag. Um næstu helgi, laugardaginn 19. júní, nær hádegishiti á Egilsstöðum 27°C, gangi spár eftir.
"Þessir tveir síðustu dagar virka nú við fyrstu sýn ekkert sérlega trúverðugir, en málið er að loftið yfir landinu verður sérlega hlýtt gangi spáin eftir. Ekkert þó afbrigðilega, en nóg þó til að koma hitanum einhversstaðar um austanvert landið yfir 25°C svo fremi að sólin nái að skína og hafgolunni verði haldið frá með V- eða SV-átt af einhverju tagi. Sumir eru komnir í sumarfrí og ef menn eru nú að leita að áningarstað með sumarblíðu ætti valið ekki að vera erfitt. Austanvert landið, frá Eyjafirði og austur úr. Suðaustanlands ætti einnig að verða flesta þessa daga sólríkt og hlýtt, þó einhverjir dropar verði í þeim landshluta fyrsta kastið," segir Einar Sveinbjörnsson.