„Verkefnið er að takast“

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra.
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra. mbl.is/Árni Sæberg

„Verk­efnið er á góðri leið með að tak­ast,“sagði Stein­grím­ur J. Sig­fús­son fjár­málaráðherra í ræðu á Alþingi í kvöld þegar hann lýsti þeim erfiðleik­um í efna­hags­mál­um sem rík­is­stjórn­in hefði þurft að tak­ast á við. Hann sagði að staða efna­hags­mála væri betri en spáð hefði verið.

Stein­grím­ur sagði að þegar rík­is­stjórn­in tók við hefðu ýms­ir talað um hættu á þjóðar­gjaldþroti og greiðslu­falli. Slíkt tal heyrðist ekki leng­ur enda ekki ástæða til.

Stein­grím­ur sagði að því hefði verið spáð að lands­fram­leiðsla á síðasta ári yrði um 1.400 millj­arðar en nú væri ljóst að hún hefði verið um 1.500 millj­arðar. Því hefði verið spáð að hag­vöxt­ur myndi drag­ast sam­an um 10%, en í reynd hefði sam­drátt­ur­inn orðið 6,5%. Fjár­lög í fyrra gerðu ráð fyr­ir halla upp á 12,6% en nú stefndi í að hall­inn yrði 9%. Spáð hefði verið 10% at­vinnu­leysi í fyrra en það hefði orðið 8-9%. At­vinnu­leysi í apríl og maí á þessu ári væri minna en það hefði verið í sömu mánuðum í fyrra.

Stein­grím­ur benti á að á síðustu tveim­ur árs­fjórðung­um (síðasta árs­fjórðungi síðasta árs og fyrsta árs­fjórðungi þessa árs) hefði lands­fram­leiðsla auk­ist. Af­gang­ur á vöru­skipt­um í síðasta mánuði hefði verið 17 millj­arðar. „Það mun­ar um minna,“ sagði Stein­grím­ur.

Stein­grím­ur sagði að ef ekki hefði komið til eld­gos og hestapest þá hefði  lík­lega orðið hag­vöxt­ur á þessu ári.

Stein­grím­ur sagði að minnka þyrfti halla á rík­is­sjóði um 43 millj­arða á næsta ári. 11 millj­arðar yrði aflað með sér­tækri tekju­öfl­un og skorið yrði niður um 32 millj­arða.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert