Vill leggja á bankaskatt

Þórunn Sveinbjarnardóttir.
Þórunn Sveinbjarnardóttir. mbl.is/Golli

Á síðasta ári var hagnaður bank­anna þriggja sam­tals 51 millj­arður króna og arðsemi eig­in­fjár allt að 30%. Lands­bank­inn hagnaðist á fyrstu þrem­ur mánuðum þessa árs um 90 millj­ón­ir á dag. Þetta kom fram í máli Þór­unn­ar Svein­björns­dótt­ur alþing­is­manns Sam­fylk­ing­ar á Alþingi í kvöld.

Þór­unn sagði að Sam­fylk­ing­in vildi taka upp sér­stak­an banka­skatt og hækkað auðlinda­gjald til að mæta halla á rík­is­sjóði. Hún tók jafn­framt fram að ekki yrði hjá því kom­ist að ráðast í mik­inn niður­skurð á út­gjöld­um rík­is­sjóðs. Þar dygði flatur niður­skurður ekki.

„Brúa þarf alla að 40 millj­arða gat í fjár­lög­um. Það kall­ar á mik­inn niður­skurð hjá rík­inu og við þess­ar aðstæður dug­ar flatur niður­skurður skammt. Það þarf að gera ró­tæk­ar breyt­ing­ar á rík­is­kerf­inu og stofn­un­um þess. Byrj­um á stjórn­ar­ráðinu, frú for­seti. Skipu­lag og verka­skipt­ing ráðuneyta, sem sómdi sér vel árið 1969 er fyr­ir löngu gengið sér til húðar og sam­ræm­ist ekki kröf­um tím­ans. Sam­ein­ing og fækk­un ráðuneyta er for­senda þess að hagræða megi af ein­hverju viti. Einnig þarf að sam­eina rík­is­stofn­an­ir og brjóta niður múr­ana sem nú um­lykja stofn­an­ir og ráðuneyti og koma í veg fyr­ir eðli­legt sam­starf,“ sagði Þór­unn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert