Vill leggja á bankaskatt

Þórunn Sveinbjarnardóttir.
Þórunn Sveinbjarnardóttir. mbl.is/Golli

Á síðasta ári var hagnaður bankanna þriggja samtals 51 milljarður króna og arðsemi eiginfjár allt að 30%. Landsbankinn hagnaðist á fyrstu þremur mánuðum þessa árs um 90 milljónir á dag. Þetta kom fram í máli Þórunnar Sveinbjörnsdóttur alþingismanns Samfylkingar á Alþingi í kvöld.

Þórunn sagði að Samfylkingin vildi taka upp sérstakan bankaskatt og hækkað auðlindagjald til að mæta halla á ríkissjóði. Hún tók jafnframt fram að ekki yrði hjá því komist að ráðast í mikinn niðurskurð á útgjöldum ríkissjóðs. Þar dygði flatur niðurskurður ekki.

„Brúa þarf alla að 40 milljarða gat í fjárlögum. Það kallar á mikinn niðurskurð hjá ríkinu og við þessar aðstæður dugar flatur niðurskurður skammt. Það þarf að gera rótækar breytingar á ríkiskerfinu og stofnunum þess. Byrjum á stjórnarráðinu, frú forseti. Skipulag og verkaskipting ráðuneyta, sem sómdi sér vel árið 1969 er fyrir löngu gengið sér til húðar og samræmist ekki kröfum tímans. Sameining og fækkun ráðuneyta er forsenda þess að hagræða megi af einhverju viti. Einnig þarf að sameina ríkisstofnanir og brjóta niður múrana sem nú umlykja stofnanir og ráðuneyti og koma í veg fyrir eðlilegt samstarf,“ sagði Þórunn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert