Beiðni um greiðsluaðlögun hafnað

Hæstiréttur.
Hæstiréttur. mbl.is/GSH

Hæstiréttur hefur staðfest dóm héraðsdóms sem hafnaði ósk manns um greiðsluaðlögun. Dómurinn taldi að maðurinn hefði „hagað fjármálum sínum á verulega ámælisverðan hátt og tekið fjárhagslega áhættu sem var í engu samræmi við greiðslugetu.“

Þetta er a.m.k. annað málið sem Hæstiréttur færi til meðferðar þar sem hafnað er beiðni um greiðsluaðlögun, en greiðsluaðlögun felur m.a. í sér afskriftir skulda.

Maðurinn sem óskaði eftir greiðsluaðlögun hafði verið í rekstri sem ekki hafði gengið upp og var í kjölfarið atvinnulaus um tíma. Samkvæmt skattframtali 2008 fyrir tekjuárið 2007 námu eftirstöðvar veðlána mannsins tæplega 30 milljónum og aðrar skuldir um 22 milljónum. Það ár tóku maðurinn veðlán að fjárhæð 2,1 milljón en tekjur hans á árinu 2007 námu einungis tæplega 800 þúsund krónum. Maðurinn hugðist á því ári hefja rekstur að nýju sem síðan reyndist ekki vera grundvöllur fyrir. Auk þess gerði maðurinn kaupleigusamning það ár um fjórhjól að fjárhæð tæplega 1,2 milljónir krónur en hann var fyrir með einn kaupleigusamning vegna bifreiðar.

„Af því sem að ofan greinir verður að telja að skuldarar hafi hagað fjármálum sínum á verulega ámælisverðan hátt og tekið fjárhagslega áhættu sem var í engu samræmi við greiðslugetu þeirra á þeim tíma sem til fjárskuldbindinganna var stofnað,“ segir í dómi Hæstaréttar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert