Hanna Birna Kristjánsdóttir, forseti borgarstjórnar og fráfarandi borgarstjóri, segir tilfinninguna að láta af hendi lyklavöldin í borginni „viðunandi.“ Hún hefði viljað gegna embætti borgarstjóra lengur en segir það skipta mestu máli að Reykjavík verði stjórnað vel.
„Ég vonast til þess að Reykjavíkurborg verði áfram vel stjórnað, hlutirnir gangi vel fyrir sig og að reykvíkingum líði vel í borginni sinni,“ segir Hanna Birna. Hún segist munu starfa áfram í borgarstjórn af fullum heilindum.