Hrygningarstofn þorsks hefur stækkað um 66% frá árinu 2007 þegar skorið var niður

Einar K. Guðfinnsson.
Einar K. Guðfinnsson.

Fara þarf aftur til ársins 1989 til að finna jafnstóran viðmiðunarstofn þorsks og nú mælist, en Hafrannsóknastofnun telur að hann sé 846 þúsund tonn og verði kominn yfir 900 þúsund tonn á næsta ári.

Árið 2007 var talið að stofninn væri aðeins um 570 þúsund tonn. Einar K. Guðfinnsson, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, segir í grein sem hann skrifar í Morgunblaðikð í dag, að þetta séu mikil og góð tíðindi sem ættu að styrkja okkur í þeirri trú að við séum að leggja grunn að betri hrygningu og nýliðun á næstu árum.

Samkvæmt mælingu Hafrannsóknastofnunar er hrygningarstofn þorsks nú um 300 þúsund tonn. Einar segir að slíkar tölur hafi ekki sést frá árinu 1970 eða í 40 ár.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert