Mótmæla fyrirætlunum um afnám vatnalaga

mbl.is/ÞÖK

Aðalfundur Landssambands veiðifélaga mótmælir fyrirætlunum stjórnvalda um afnám vatnalaga frá árinu 2006. Hann telur að hugmyndir iðnaðarráðherra um nýja löggjöf beinist gegn viðurkenndum eignaréttir landeigenda á vatni.

Þetta segir í ályktun sem er svohljóðandi:

„Aðalfundur Landssambands veiðifélaga, haldinn að Hlégarði, Mosfellsbæ, dagana 11. – 12. júní 2010, mótmælir fyrirætlunum ríkisstjórnarinnar um afnám vatnalaga frá 2006. Fundurinn telur þær hugmyndir sem iðnaðarráherra viðraði á Alþingi um nýja löggjöf beinast gegn viðurkenndum eignarrétti landeigenda á vatni.  Fundurinn skorar á Alþingi að virða stjórnarskrárbundinn eignarétt á vatni, eins og dómstólar landsins hafa mótað hann á grundivelli vatnalaganna frá 1923.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert