Opinn fundur um mannréttindi á morgun

Navanethem Pillay (t.h)
Navanethem Pillay (t.h) AP

Í tilefni af komu Navanethem Pillay, mannréttindafulltrúa Sameinuðu þjóðanna til Íslands, stendur utanríkisráðuneytið í samvinnu við Mannréttindaskrifstofu Íslands og Mannréttindastofnun Háskóla Íslands fyrir opnum fundi um eflingu og verndun mannréttinda.

Mun Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, ávarpa fundinn.

Pillay mun fjalla um það hlutverk Sameinuðu þjóðanna að efla og vernda mannréttindi og að því loknu verða umræður og hún tekur við fyrirspurnum. Fundarstjóri verður Þóra Arnórsdóttir, fréttamaður Ríkisútvarpsins.

Fundurinn er haldinn í Þjóðmenningarhúsinu á morgun, 16. júní, og hefst kl. 16:00. Hann fer fram á ensku.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert