Rætt um brúnku Árna Páls á Alþingi

Árni Páll er með gen sem gera hann dökkan.
Árni Páll er með gen sem gera hann dökkan. mbl.is

Umræður spunnust í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun um litarhaft Árna Páls Árnasonar, félagsmálaráðherra. Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Framsóknar, benti m.a. á að  Árni Páll hefði ekki tekið til máls í umræðum um bann við ljósabekkjanotkun unglinga.

Guðmundur sagði í fyrirspurn sinni til félagsmálaráðherra að það, að spyrja ríkisstjórnina hvað gera ætti til að bregðast við skuldavanda heimila, væri eins og að banka á dyr þar sem enginn kæmi til dýra þrátt fyrir að ljóst væri að heimilisfólkið væri heima. Í síðari spurningu sinni sagðist Steingrímur gera sér grein fyrir því að kaldhæðnislegt væri að biðja félagsmálaráðherra um að koma út í sólina, í ljósi þess hve sólbrúnn hann væri.

Síðan bætti Guðmundur því við að Árni Páll hefði ekki tekið til máls í umræðum um bann við ljósabekkjanotkun unglinga, og sagði að mögulega væri hann bara alltaf inni í ljósum.

Félagsmálaráðherra tók athugasemdinni létt og sagði Guðmundi að hann gæti ekkert að því gert þótt gen hans væru þannig að litarhaft hans væri öðruvísi en venjulegra Íslendinga.

Guðmundur Steingrímsson er aðeins hvítari en Árni Páll.
Guðmundur Steingrímsson er aðeins hvítari en Árni Páll. mbl.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert