Samkomulag hefur náðst milli formanna stjórnmálaflokkanna um þinglok. Stefnt er að því að ljúka þingi á morgun og þau mál sem á dagskrá eru verði afgreidd. Sérstakur eins dags þingfundur er áætlaður 24. júní og munu málefni skuldara tekin þar fyrir, meðal annars frumvarp um greiðsluaðlögun og umboðsmann skuldara.
Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir að þau mál sem tilheyra svokölluðum heimilispakka og ekki eru enn tilbúin til afgreiðslu þingsins muni verða tekin fyrir á sérstökum fundi síðar í mánuðinum. Samkvæmt frumvörpum til laga um greiðsluaðlögun og umboðsmann skuldara taka lögin gildi 1. ágúst næstkomandi.
Segir Þórunn að fundað verði frameftir kvöldi í dag og þráðurinn tekinn upp að nýju snemma í fyrramálið. Þá muni Jóhanna Sigurðardóttir mæla fyrir frumvarpi um breytingar á stjórnarráði.