„Það er auðvelt að skilja hvers vegna þróunin er í þessa átt,“ segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra um könnun á stuðningi við inngöngu í Evrópusambandið sem Morgunblaðið sagði frá í gær.
Samkvæmt henni vill meirihluti landsmanna draga umsóknina til baka. „Fólk fylgist með fréttum af erfiðleikum víða í Evrópu, stöðu evrunnar og fjárhagsvanda margra ríkja. [Aukin Evrópusamvinna] virðist ekkert sérstaklega spennandi við þær aðstæður,“ segir Steingrímur og bendir á svipaða þróun í viðhorfi almennings í löndunum í kringum okkar.