Ferðamenn sem ollu töluverðum landspjöllum við Núpsfjallsenda þurftu að greiða 90.000 krónur í sekt.
Þeir sögðu fyrst að þeir væru að fylgja slóða sem merktur væri á landakort en játuðu fljótt á sig utanvegaakstur. Landeigandinn er í samtali í Morgunblaðinu í dag verulega ósáttur við að slóðinn sé sýndur á korti. Hann þoli aðeins að ekið sé um hann tvisvar til þrisvar á ári.