Þétt dagskrá á þingi

Á Alþingi. Ragna Árnadóttir, dómsmálaráðherra í ræðustól.
Á Alþingi. Ragna Árnadóttir, dómsmálaráðherra í ræðustól. mbl.is/Árni Sæberg

Alls 23 mál eru á dag­skrá Alþing­is í dag en þing­fund­ur hefst nú klukk­an 10. Fund­ur dags­ins hefst með óund­ir­bún­um fyr­ir­spurn­ar­tíma þar sem for­sæt­is-, dóms­mála- og mann­rétt­inda-, fé­lags- og trygg­inga-, heil­brigðis- og ut­an­rík­is­ráðherr­ar eru til svara.

Meðal þeirra mála sem þingið tek­ur fyr­ir í dag eru kosn­ing full­trúa í kjararáð, tek­in verður þriðja umræða um sam­ein­ingu Þjóðskrár og Fast­eigna­skrár Íslands og einnig lokaum­ræða um frum­varp for­sæt­is­ráðherra um stjórn­lagaþing. Þá stend­ur til að ræða siðaregl­ur fyr­ir Stjórn­ar­ráð Íslands, sam­göngu­áætlun, stofn­un op­in­bers hluta­fé­lags um vega­fram­kvæmd­ir og breyt­ingu á varn­ar­mála­lög­um sem miða að því að Varn­ar­mála­stofn­un verði sleg­in af.

Þing­inu á að ljúka í dag og venju sam­kvæmt lýk­ur dag­skránni með veit­ingu rík­is­borg­ara­rétt­ar til út­lend­inga sem bú­sett­ir eru á Íslandi. Miðað er við að 35 manns fái þau rétt­indi, í krafti laga­frum­varps­ins sem nú ligg­ur fyr­ir þing­inu.

„Það eru ekki brýn­ustu mál­in í þjóðfé­lag­inu sem eru á dag­skránni núna. Það stend­ur út af til dæm­is hvernig tekið verður til dæm­is á skulda­mál­um fyr­ir­tækja og heim­il­anna,“ seg­ir Óli Björn Kára­son þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins sem tel­ur frá­leitt að þingið ljúki störf­um í dag. Sjálf­sögð bú­hygg­indi séu, að hætta ekki heyskap þegar taðan liggi enn á tún­inu og með sama hætti sé frá­leitt að þingið fari í frí þegar áður en stór­mál hafi verið til lykta leidd.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert