Þrettán sagt upp hjá HR

Ari Kristinn Jónsson
Ari Kristinn Jónsson Ómar Óskarsson

„Þetta eru þrett­án manns en inn­an við tíu stöðugildi í heild­ina,“ seg­ir Ari Krist­inn Jóns­son, rektor Há­skól­ans í Reykja­vík (HR), um upp­sagn­ir vegna breyt­inga hjá HR í kjöl­far skertra fjár­fram­laga rík­is­ins. Var fólk­inu sagt upp á síðustu átta vik­um. Ekki var aðeins sagt upp fólki á þeim þrem­ur braut­um sem lagðar verða niður.

Ari seg­ir að ekki sé von á frek­ari upp­sögn­um eða aðgerðum en þeim sem þegar hafa orðið eða verið til­kynnt­ar. Mark­mið aðgerðanna hafi verið að ná stöðug­leika í starfi skól­ans og viðhalda kjarn­a­starfi hans í laga­kennslu, viðskipt­um og tækni. Um leið og færi gef­ist muni hefjast upp­bygg­ing á þess­um sviðum.

Skóla­gjöld við HR munu ekki hækka að svo stöddu og var tek­in ákvörðun um það í janú­ar að sögn Ara. Var það ákveðið í því skyni að koma til móts við nem­end­ur í ljósi efna­hagserfiðleik­anna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert