Clinton sendir Íslendingum kveðju

Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur sent íslensku þjóðinni þjóðhátíðarkveðju. Þar kemur fram að bandaríska þjóðin muni samfagna með Íslendingum á morgun, sögu þeirra og vináttuböndum.

Hún segir að Ísland og Bandaríkin eigi það sameiginlegt að lýræði og mannréttindi séu í hávegum höfð. Þjóðirnar séu tengdar sterkum efnahags-, menningar- og fjölskylduböndum. 

Clinton segir að Bandaríkjamenn séu stoltir af því að hafa verið fyrsta þjóðin sem viðurkenndi sjálfstæði Íslands 17. júní 1944. Bandaríkjamenn minnist gestrisni Íslendinga í áranna rás með hlýhug, og minnist Clinton á leiðtogafundi og alþjóðlegar ráðstefnur sem hafi verið haldnar hér á landi. 

Í dag vinni Ísland og Bandaríkin saman að því að stuðla að friði, framförum og velsæld um allan heim. Nú á erfiðum tímum megi Íslendingar vita að Bandaríkin styðji við bakið á þeim.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert