Clinton sendir Íslendingum kveðju

00:00
00:00

Hillary Cl­int­on, ut­an­rík­is­ráðherra Banda­ríkj­anna, hef­ur sent ís­lensku þjóðinni þjóðhátíðarkveðju. Þar kem­ur fram að banda­ríska þjóðin muni sam­fagna með Íslend­ing­um á morg­un, sögu þeirra og vináttu­bönd­um.

Hún seg­ir að Ísland og Banda­rík­in eigi það sam­eig­in­legt að lýræði og mann­rétt­indi séu í há­veg­um höfð. Þjóðirn­ar séu tengd­ar sterk­um efna­hags-, menn­ing­ar- og fjöl­skyldu­bönd­um. 

Cl­int­on seg­ir að Banda­ríkja­menn séu stolt­ir af því að hafa verið fyrsta þjóðin sem viður­kenndi sjálf­stæði Íslands 17. júní 1944. Banda­ríkja­menn minn­ist gest­risni Íslend­inga í ár­anna rás með hlýhug, og minn­ist Cl­int­on á leiðtoga­fundi og alþjóðleg­ar ráðstefn­ur sem hafi verið haldn­ar hér á landi. 

Í dag vinni Ísland og Banda­rík­in sam­an að því að stuðla að friði, fram­förum og vel­sæld um all­an heim. Nú á erfiðum tím­um megi Íslend­ing­ar vita að Banda­rík­in styðji við bakið á þeim.


mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert