Ekki ljóst hvernig eigi að reikna á lánin

Á þessu stigi er ekki vitað ná­kvæm­lega hversu mik­il áhrif­in af dóm­in­um verða á eign­ir SP-Fjár­mögn­un­ar þar sem ekki er skorið úr um hvernig reikna á lán­in, að því er seg­ir í yf­ir­lýs­ingu frá Lands­bank­an­um vegna dóms Hæsta­rétt­ar í máli SP-fjár­mögn­un­ar.

Yf­ir­lýs­ing Lands­bank­ans vegna dóms Hæsta­rétt­ar í máli SP-Fjár­mögn­un­ar:
 
„Sam­kvæmt dómi Hæsta­rétt­ar í dag, 16. júní, eru lán SP-Fjár­mögn­un­ar, sem er í eigu Lands­bank­ans, tal­in vera ís­lensk lán og geng­is­trygg­ing þeirra dæmd ólög­mæt. Dóm­ur Hæsta­rétt­ar nær til geng­is­tryggðra lána en ekki lána sem veitt eru í er­lendri mynt.
 
Á þessu stigi er ekki vitað ná­kvæm­lega hversu mik­il áhrif­in af dóm­in­um verða á eign­ir SP-Fjár­mögn­un­ar þar sem ekki er skorið úr um hvernig reikna á lán­in. Ákveðin óvissa er því enn til staðar og er mik­il­vægt að henni verði eytt hið fyrsta.
Vegna óvissu við út­reikn­ing á geng­is­tryggðum lán­um SP-Fjár­mögn­un­ar tel­ur Lands­bank­inn mik­il­vægt að unnið verði að sátt í sam­starfi  lög­gjaf­ar- og fram­kvæmda­valds og allra hags­munaaðila.
 
Lands­bank­inn tel­ur eft­ir sem áður að er­lend lán bank­ans séu í sam­ræmi við ís­lensk lög. Þessi dóm­ur mun hafa áhrif á eig­in­fjár­stöðu SP-fjár­mögn­un­ar en staða Lands­bank­ans er eft­ir sem áður sterk."

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert