Í kjölfar niðurstöðu Hæstaréttar um lögmæti gengistryggðra lána vill Arion banki koma því á framfæri að engin gengistryggð bílalán eru hjá bankanum. Það er mat lögfræðinga bankans að lánasamningar Arion banka séu löglegir, að því er segir í tilkynningu frá bankanum.
Bankinn mun kynna sér dóm Hæstaréttar ítarlega á næstu dögum. Ljóst er að niðurstaða í þessu máli mun ekki hafa nein áhrif á stöðu bankans.
Arion banki vill árétta við viðskiptavini sína að þeir sem hafa nýtt sér lausnir bankans hafa ekki firrt sig betri rétti.