Eru andvígir frumvarpi Jóhönnu

Atli Gíslason á Alþingi.
Atli Gíslason á Alþingi. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Jón Bjarna­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, Atli Gísla­son þingmaður VG og Ásmund­ur Ein­ar Daðason, sam­flokksmaður þeirra beggja, leggj­ast all­ir þrír gegn frum­varpi Jó­hönnu Sig­urðardótt­ur for­sæt­is­ráðherra um breyt­ing­ar á lög­um um Stjórn­ar­ráð Íslands.

Atli Gísla­son tók til máls við fyrstu umræðu um málið nú rétt í þessu og las upp yf­ir­lýs­ingu frá þeim þre­menn­ing­un­um.

Sagði Atli að í fyrsta lagi væri verklag við samn­ingu og fram­lagn­ingu frum­varps­ins í and­stöðu við hand­bók stjórn­ar­ráðsins um und­ir­bún­ing laga­frum­varpa. Sam­ráð efti­rá og þarfagrein­ing breytti þar engu um.

Í öðru lagi væri tíma­setn­ing­in á fram­lagn­ingu frum­varps­ins röng. Ráðuneyt­in væru mjög upp­tek­in vegna upp­bygg­ing­ar Íslands eft­ir banka­hrunið og ekki síður vegna um­sókn­ar Íslands um aðild að ESB.

Í þriðja lagi sagði Atli að frum­varpið leiddi til þess að ráðherr­ar VG yrðu fjór­ir á móti fimm ráðherr­um Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í rík­is­stjórn, í stað þess að skipt­ing ráðherra­embætta væri jöfn á milli flokk­anna eins og hún er nú. „Það veik­ir póli­tíska stöðu VG," sagði Atli.

Í fjórða lagi sagði hann frum­varpið grafa und­an bar­áttu þing­manna VG gegn aðild Íslands að ESB. Bæði vegna þess að ráðherr­um flokks­ins yrði fækkað og vegna þess að einn helsti talsmaður flokks­ins gegn ESB-aðild þyrfti að víkja úr ráðherra­stól. Þar átti hann við Jón Bjarna­son.

Í fimmta lagi stangaðist frum­varpið á við samþykkt flokks­ráðs VG frá því í janú­ar síðastliðnum, þar sem ályktað var um að áformin öll þyrfti að end­ur­skoða, um breyt­ing­ar á stjórn­ar­ráðinu.

Í sjötta lagi væri mik­il andstaða við málið á lands­byggðinni og eng­in stór hags­muna­sam­tök hefðu ályktað til stuðnings við það.

Í sjö­unda lagi sagði Atli að þver­póli­tískr­ar sam­stöðu hefði ekki verið leitað.

„Ég leggst al­mennt ekki gegn sam­ein­ingu og breyttri verka­skipt­ingu sem unn­in er lýðræðis­lega, sem unn­in er frá grunni í sam­ræmi við fyrr­nefnda hand­bók og ef tíma­setn­ing­ar séu rétt­ar," sagði Atli, þegar hann hafði lokið upp­lestr­in­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert