Eyþór formaður bæjarráðs

Eyþór Arnalds
Eyþór Arnalds

Eyþór Arnalds var í gær kjörinn formaður bæjarráðs Árborgar á fyrsta fundi þess á nýju kjörtímabili. Eyþór er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks sem vann hreinan meirihluta í Árborg í kosningunum á dögunum.

Þá hélt ný bæjarstjórn í Árborg sinn fyrsta fund í gær og þar var Ari Björn Thorarensen kjörinn forseti bæjarstjórnarinnar. Kjartan Björnsson, varabæjarfulltrúi, var kjörinn formaður lista- og menningarnefndar en hann hefur á undanförnum árum upp á eigin spýtur staðið fyrir ýmsum menningarviðburðum í bæjarlífinu.

Bæjarstjórnin samþykkti í gær að auglýsa eftir bæjarstjóra til næstu fjögurra ára og hefur bæjarráði verið falið að ganga frá auglýsingu og vinna að ráðningu.

Fam kom á fundi bæjarstjórnar í gær að nýr meirihluti sjálfstæðismanna hyggst fækka bæjarfulltrúum í Árborg úr níu í sjö í næstu kosningum. Því mótmælti minnihlutinn mjög harðlega. Bæjarfulltrúa Samfylkingar, þau Ragnheiður Hergeirsdóttir og Eggert Valur Guðmundsson, segja að komi þessi breyting til framkvæmda hafi það neikvæð áhrif á stjórnsýslu sveitarfélagsins og skapa lýðræðishalla.

Í ljósi þeirrar reynslu sem hlotist hefur af íslenskri stjórnsýslu á síðustu árum og niðurstöðu rannsóknarskýrslu Alþingi skjóti það skökku við að sjálfstæðismenn vilji nú að valdið í sveitarfélaginu skuli sett í hendur færri fulltrúa. Fækkun fulltrúa mun leiða til minni tengsla við íbúa. Helgi Sigurður Haraldsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokks, talaði á svipuðum nótum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert