Gengistrygging lána dæmd óheimil í Hæstarétti

Hæstiréttur Íslands.
Hæstiréttur Íslands. mbl.is/Brynjar Gauti

Hæstiréttur Íslands kvað rétt í þessu upp dóma þess efnis að Lýsingu hf. og SP-fjármögnun hefði ekki verið heimilt samkvæmt lögum að binda veitt lán gengi erlendra gjaldmiðla. Sker þetta úr þeirri réttaróvissu sem skapast hefur um svokölluð myntkörfulán en í héraði höfðu dómar í málunum gengið í sína hvora áttina.

Hæstiréttur hefur áður dæmt um lögmæti gengistryggingar lánsfjár en það var í tíð eldri laga. Þau voru þá talin óheimil og ekki hefur orðið efnisbreyting á lögum um vexti og verðtryggingu hvað þetta varðar. Í greinargerð með núgildandi lögum segir að ekki sé „heimilt að binda  skuldbindingar í íslenskum krónum við dagsgengi erlendra gjaldmiðla.“

Athugasemd mbl.is. Fyrir mistök var sagt í fyrstu að gengistrygging lána hefði verið dæmd heimil. Þetta hefur verið leiðrétt og biðst mbl.is velvirðingar á mistökunum.

Dómur Hæstaréttar í máli SP-fjármögnunar

Dómur Hæstaréttar í máli Lýsingar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka