Félag íslenskra heimilislækna hefur sent frá sér mótmæli vegna þeirrar ákvörðunar Álfheiðar Ingadóttur, heilbrigðisráðherra, að segja upp samningi við tólf sjálfstætt starfandi heimilislækna.
Segir í ályktuninni að með því svipti ráðherra yfir 20.000 höfuðborgarbúa heimilislækni sínum og setur samninga við læknavaktina í uppnám og skapar þannig óvissu um vaktþjónustu heimilislækna við íbúa höfuðborgarsvæðisins.