Nýja sundlaugin var opnuð á Blönduósi í dag og voru það nemendur í 4-6 bekk sem fengu að nota hana að leika sér að vild fyrsta klukkutímann. Að því loknu var hún opnuð öðrum gestum. Sundlaugin er 25x8,5m að stærð, steypt og flísalögð. Við hana er vaðlaug og tveir heitir pottar. Þá eru tvær vatnsrennibrautir, önnur um 24 metrar bein fallbraut með 10 metra lendingalaug en hin er 56 metra löng með 4 metra lendingalaug.
Hönnuður sundlaugarinnar er Jón Guðmundsson arkitekt, Verkfræðistofa Norðurlands sá um verkfræðihönnun og Raftákn um rafhönnun og stýribúnað.