Frumvarp um innistæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta er til marks um að ríkisstjórnin og stjórnarmeirihlutinn á Alþingi hafi hvorki dregið lærdóm af Icesave-málinu né skýrslu rannsóknarnefndar.
Þetta kemur fram í minnihlutaáliti Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, Eyglóar Harðardóttur og Sigurðar Kára Kristjánssonar í viðskiptanefnd, sem dreift var á þingfundi í gærkvöldi.
Þau segja að ríkisstjórnin verði að bregðast við breytingum ESB á tilskipun hennar um innistæðutryggingar. Þau telja að orðalagsbreytingar muni koma Íslendingum illa. Markmiðið ætti að vera að komast hjá almennri ríkisábyrgð á innistæðum á Íslandi.