Heiða Kristín Helgadóttir hefur verið ráðin í stöðu aðstoðarmanns Jóns Gnarr borgarstjóra. Hún er 27 ára gömul og er stjórnmálafræðingur frá Háskóla Íslands.
Fram kemur í tilkynningu frá Reykjavíkurborg að Heiða hafi síðast gegnt starfi sem almannatengill við Vitvélastofnun Íslands. Áður starfaði hún sem alþjóðafulltrúi á Alþjóðaskrifstofu Háskólans í Reykjavík, sem markaðsstjóri Jafningjafræðslunnar og leiðbeinandi auk þess kenndi hún heimilisfræði í Ísaksskóla um tíma. Hún hefur tekið að sér fjölmörg trúnaðar- og félagsstörf og sinnt þeim af krafti.
Heiða var kosningastjóri Besta flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar 2010.
Heiða er einhleyp og á tvo drengi, þá Benedikt Espólín og Snorra Espólín.