Þingfundir í alla nótt

Frá Alþingi.
Frá Alþingi. Árni Sæberg

Fundir á Alþingi hefjast aftur klukkan ellefu nú fyrir hádegi en fundað var á þingi í alla nótt og allt þar til klukkan var farin að ganga sjö. Þess verður freistað að leiða til lykta þau mál sem samkomulag var um en önnur bíða til haustsins.

Á fundum morgunsins verður frumvarp forsætisráðherra um breytingar á stjórnarráðinu, það er sameiningu stjórnarráðsins, tekið til fyrstu umræðu auk heldur sem varnarmálalög verða rædd og atkvæði greidd um málið. Atkvæði verða greidd um frumvarp umhverfisráðherra um erfðabreyttar lífverur og frumvarp félags- og tryggingamálaráðherra um umboðsmann skuldara verður rætt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert