Alþingi samþykkti í gær lög um sameiningu Þjóðskrár og Fasteignaskrár Íslands og taka þau gildi 1. júlí nk. Hin nýja stofnun ber heitið Þjóðskrá Íslands og tekur við verkefnum Þjóðskrár og Fasteignaskrár Íslands.
Allir starfsmenn Þjóðskrár og Fasteignaskrár Íslands, um 85 talsins,
verða áfram hjá hinni nýju stofnun.
Þjóðskrá Íslands tekur við verkefnum Þjóðskrár og Fasteignaskrár Íslands eins og þau eru skilgreind samkvæmt lögum um þjóðskrá og almannaskráningu, lögum um skráningu og mat fasteigna og tengdum lögum. Þjóðskrá hefur verið rekin sem skrifstofa í dómsmála- og mannréttindaráðuneytinu og Fasteignaskrá Íslands er ríkisstofnun. Frumvarp til laga um sameininguna grundvallaðist m.a. á tillögu samráðshóps sem dómsmála- og mannréttindaráðuneytið, Þjóðskrá og Fasteignaskrá Íslands
áttu aðild að.
Sjá nánar í nýju vefriti dómsmála- og mannréttindaráðuneytisins.