Áhrifin um allt samfélagið

Dómurinn skoðaður í húsakynnum Hæstaréttar.
Dómurinn skoðaður í húsakynnum Hæstaréttar. mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Dómur Hæstaréttar um myntkörfulánin getur haft víðtæk áhrif um allt samfélagið, en í dómnum er komist að þeirri niðurstöðu að lög um vexti og verðbætur frá árinu 2001 feli í sér bann við að lán séu verðtryggð með tengingu við gengi krónunnar.

Það eru ekki bara heimilin sem hafa tekið þessi lán; fyrirtæki, verktakar, smábátasjómenn, bændur og sveitarfélög hafa tekið myntkörfulán.

Ef dómurinn verður túlkaður þannig að öll lán þar sem ekki var afhentur gjaldeyrir séu ólögleg verða áhrif hans mjög víðtæk. Samkvæmt tölum Seðlabankans námu gengisbundin lán heimila, fyrirtækja og annarra 885 milljörðum um síðustu áramót.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert