Fjöldi fólks er enn í miðbæ Reykjavíkur að fagna þjóðhátiðardeginum. Mikið er af unglingum í bænum og hefur stór hluti þeirra safnast saman í Austurstrætinu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir ekki mikið bera á ölvun.
Lögreglan segir að tekið verði á því í hverju tilviki fyrir sig ef grunur leikur á að unglingar undir lögaldrei séu í miðbænum eftir klukkan 22.00.
Skilríki unglinga eru athuguð og þau flutt á lögreglustöðina á Hverfisgötu ef grunurinn reynist réttur.
Lögreglan segir hátíðahöldin 17. júní hafa gengið vel í alla staði.
Eins og sjá má á fjórðu myndinni hefur listrænn múr verið reistur við Alþingi.