Fjölmennt í miðbænum

Á Arnarhóli í kvöld.
Á Arnarhóli í kvöld. Morgunblaðið/Júlíus

Fjöldi fólks er enn í miðbæ Reykja­vík­ur að fagna þjóðhátiðar­deg­in­um. Mikið er af ung­ling­um í bæn­um og hef­ur stór hluti þeirra safn­ast sam­an í Aust­ur­stræt­inu. Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu seg­ir ekki mikið bera á ölv­un.

Lög­regl­an seg­ir að tekið verði á því í hverju til­viki fyr­ir sig ef grun­ur leik­ur á að ung­ling­ar und­ir lögaldrei séu í miðbæn­um eft­ir klukk­an 22.00.

Skil­ríki ung­linga eru at­huguð og þau flutt á lög­reglu­stöðina á Hverf­is­götu ef grun­ur­inn reyn­ist rétt­ur.

Lög­regl­an seg­ir hátíðahöld­in 17. júní hafa gengið vel í alla staði.

Eins og sjá má á fjórðu mynd­inni hef­ur list­rænn múr verið reist­ur við Alþingi.

Úr Austurstrætinu.
Úr Aust­ur­stræt­inu. Morg­un­blaðið/​Júlí­us
Lögreglumenn voru m.a. á reiðhjólum í miðbænum í kvöld.
Lög­reglu­menn voru m.a. á reiðhjól­um í miðbæn­um í kvöld. Morg­un­blaðið/​Júlí­us
Listaverk við Alþingi.
Lista­verk við Alþingi. Morg­un­blaðið/​Júlí­us
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert