Flest heimili glíma við afleiðingar hrunsins

Frá útifundi Hagsmunasamtaka heimilanna en tug þúsundir Íslendinga eru í …
Frá útifundi Hagsmunasamtaka heimilanna en tug þúsundir Íslendinga eru í alvarlegum fjárhagsvandræðum mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Forsætisráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, gerði erfiða stöðu heimilanna að umtalsefni í ávarpi sínu til íslensku þjóðarinnar í dag. Sagði hún flest heimili landsins glíma við afleiðingar hrunsins með einum eða öðrum hætti og mörg heimili fáist nú við mjög erfiðar fjárhagslegar aðstæður.

„Enda þótt við getum glaðst yfir þeim góða árangri sem náðst hefur á liðnu ári ber okkur að hafa hugfast hve miklum erfiðleikum og sársauka þessar efnahagslegu hamfarir hafa valdið. Flest heimili landsins glíma við afleiðingar hrunsins með einum eða öðrum hætti og mörg heimili fást nú við mjög erfiðar fjárhagslegar aðstæður.

Samfélag okkar hlýtur að eiga að byggja á því að koma þeim til hjálpar sem eru hjálpar þurfi við þessar aðstæður. Ég hef í mínum fyrri störfum kynnst fjölskyldum sem búið hafa við bág kjör og það er sárt að horfa á slíkar aðstæður, ekki síst þegar þær bitna á börnum og unglingum. Úrræðin sem mótuð hafa verið til þess að mæta þessum fjölskyldum eru fjölmörg og mismunandi og við munum einskis láta ófreistað að fjölga þeim og breyta þannig að þau gagnist sem flestum. Þau úrræði sem raunverulega bæta aðstæður fjölskyldna eru þó til lengri tíma fyrst og fremst atvinna og heilbrigt efnahagslegt umhverfi," segir Jóhanna Sigurðardóttir.

Ávarp Jóhönnu Sigurðardóttur í heild  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka