Fjölmenni skoðaði stífbúnaðar lúxuskerrur félagsmanna í Fornbílaklúbbi Íslands við Skothúsveg upp úr hádeginu. Sýningin er áviss viðburður. Við sýninguna er sá háttur hafður á að tíu elstu bílarnir eru fyrstir í halarófinni enda þykir við hæfi að aldursforsetarnir séu fremstir í för.
Klúbbfélagar hittust við sundlaug Seltjarnarness kl. 11.00 og var svo lagt í hann klukkan 12.45 eftir að viðstaddir höfðu þegið veitingar.
Elstu tíu bílunum var raðað í aldursröð en svo var frjáls uppröðun.
Fram kemur á vef klúbbsins að ekið skyldi út Nesveg, upp Hofsvallagötu, Hringbraut, norður Snorrabraut og niður Laugaveg og svo beygt til hægri á Lækjargötu og svo aftur til vinstri inn einstefnu í Hafnarstræti að bílaplani.