Lögregla við öllu búin

Mikill fjöldi lögreglumanna er á Austurvelli þar sem hátíðardagskrá stendur …
Mikill fjöldi lögreglumanna er á Austurvelli þar sem hátíðardagskrá stendur yfir. Mbl.is/Júlíus

„Við erum við öllu bún­ir en hér er enn sem komið er ekk­ert sem rask­ar helgi dags­ins,“ seg­ir Geir Jón Þóris­son yf­ir­lög­regluþjónn. Hann er nú með sín­um mönn­um á Aust­ur­velli þar sem hátíðardag­skrá þjóðhátíðardags­ins stend­ur yfir en hún hófst með messu klukk­an 10:30.

Dag­skrá­in er með nokkuð öðru sniði en venju­lega. Gest­ir gengu fyrst til kirkju og fara síðan á Austu­völl þar sem for­seti Íslands legg­ur blóm­sveig á styttu Jóns Sig­urðsson­ar. Að því búnu flyt­ur for­sæt­is­ráðherra hátíðarræðu. Til þessa hef­ur hins veg­ar sá hátt­ur­inn verið hafður á, að mess­an kæmi eft­ir dag­skránni á Aust­ur­velli.

„Viðbúnaður hér er svipaður og var í fyrra en tals­vert meiri við við juk­um hann eft­ir efna­hags­hrunið,“ seg­ir Geir Jón Þóris­son.

Á bil­inu 200-300 manns eru nú á Aust­ur­velli, meðal ann­ars fólk með spjöld frá sam­tök­un­um Ísland-Palestína.

Sam­kvæmt heim­ild­um frá blaðamanni Mbl. á vett­vangi eru á fimmta tug lög­reglu­manna með varðstöðu við Alþing­is­húsið, Dóm­kirkj­una og á Aust­ur­velli.

Margmenni er við þjóðhátíðarmessu í Dómkirkjunni sem er öllum opin, …
Marg­menni er við þjóðhátíðarmessu í Dóm­kirkj­unni sem er öll­um opin, þótt annað hefði verið rætt. mbl./​Júlí­us
Margmenni er í miðborginni.
Marg­menni er í miðborg­inni. Mbl.is / Júlí­us
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert