Lögregla við öllu búin

Mikill fjöldi lögreglumanna er á Austurvelli þar sem hátíðardagskrá stendur …
Mikill fjöldi lögreglumanna er á Austurvelli þar sem hátíðardagskrá stendur yfir. Mbl.is/Júlíus

„Við erum við öllu búnir en hér er enn sem komið er ekkert sem raskar helgi dagsins,“ segir Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn. Hann er nú með sínum mönnum á Austurvelli þar sem hátíðardagskrá þjóðhátíðardagsins stendur yfir en hún hófst með messu klukkan 10:30.

Dagskráin er með nokkuð öðru sniði en venjulega. Gestir gengu fyrst til kirkju og fara síðan á Austuvöll þar sem forseti Íslands leggur blómsveig á styttu Jóns Sigurðssonar. Að því búnu flytur forsætisráðherra hátíðarræðu. Til þessa hefur hins vegar sá hátturinn verið hafður á, að messan kæmi eftir dagskránni á Austurvelli.

„Viðbúnaður hér er svipaður og var í fyrra en talsvert meiri við við jukum hann eftir efnahagshrunið,“ segir Geir Jón Þórisson.

Á bilinu 200-300 manns eru nú á Austurvelli, meðal annars fólk með spjöld frá samtökunum Ísland-Palestína.

Samkvæmt heimildum frá blaðamanni Mbl. á vettvangi eru á fimmta tug lögreglumanna með varðstöðu við Alþingishúsið, Dómkirkjuna og á Austurvelli.

Margmenni er við þjóðhátíðarmessu í Dómkirkjunni sem er öllum opin, …
Margmenni er við þjóðhátíðarmessu í Dómkirkjunni sem er öllum opin, þótt annað hefði verið rætt. mbl./Júlíus
Margmenni er í miðborginni.
Margmenni er í miðborginni. Mbl.is / Júlíus
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert